Gömul og ný brot Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun