Það er mikil upplifun að fara á leik í NFL-deildinni. Ekki bara út af leiknum sjálfum því upphitunin fyrir leiki í deildinni er einnig mikil upplifun.
Það er löng hefð fyrir því í Bandaríkjunum að fyrir heimaleiki allra liða hittist fólk á bílastæðinu fyrir utan völlinn og gerir sér glaðan dag.
Fólk mætir með grillin sín, stóla, borð og allt of mikið af mat og áfengi. Svo á fólk gæðastund. Leikur sér saman, borðar og horfir jafnvel á aðra leiki í sjónvarpinu.
Stemningin er einstök og það er afar sérstök upplifun að labba um bílastæðin og finna grilllyktina út um allt.
Henry Birgir Gunnarsson og Björgvin Harðarson skelltu sér á leik hjá Denver Broncos á dögunum. Spjölluðu við stuðningsmenn og fengu sér að borða að sjálfsögðu.
Innslagið má sjá hér að ofan.
