Kollegar lögreglumannsins steinhissa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 10:30 Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og reynslumikill innan fíkniefnadeildar. Vísir/GVA Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15