Pabbinn Guðjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2016 10:30 vísir/getty/stefán/ernir Fréttir af bardögum í UFC og þá helst myndbönd af þeim voru níu af 20 vinsælustu íþróttafréttunum á Vísi árið 2015. Gunnar Nelson var að vanda mjög vinsæll en Íslendingar virðast einnig hafa tekið miklu ástfóstri við írska Íslandsvininn Conor McGregor og hina bandarísku Rondu Rousey. Vinsælasta fréttin á íþróttavef Vísis 2015 var þó viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem tekið var rétt fyrir HM í Katar 15. janúar. Fyrirliðinn tók ekki þátt í undirbúningsmóti íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið þar sem sonur hans lá veikur á spítala. „Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta,“ sagði Guðjón Valur. Viðtalið við Guðjón Val var ein af fimm fréttum frá Katar á síðasta ári sem komst á topp 20 listann en mikill áhugi var fyrir mótinu miðað við lestur. Efsta fótboltafréttin var frásögn Lars Lagerbäcks, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, af því hver átti raunverulega hugmyndina að fá hann til Íslands en miklar vangaveltur voru um það á árinu. Ein körfuboltafrétt læddist inn á topp 20 en það var bein textalýsing frá oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla en það var vafalítið besti leikur síðasta tímabils.Hér að neðan má sjá 20 vinsælustu íþróttafréttir Vísis árið 2015: 1. Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti 2. Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch 3. Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum 4. Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands 5. Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast 6. Eru Egyptar að tapa viljandi? 7. Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons 8. Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari 9. Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik10. Gunnar: Ég var lélegur 11. Búið að ákveða úrslitin fyrir leik 12. Í beinni: Gunnar og Conor á stóra sviðinu 13. Í beinni: KR - Njarðvík | Allt undir í Vesturbænum 14. Ásgeir um rifrildið við Björgvin: Á ekki að gerast 15. Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson 16. Sjáðu fyrsta tap Rondu 17. Óvíst með þátttöku Björgvins gegn Dönum 18. Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli 19. Fékk bréf frá eiginkonu mannsins sem hún kyssti í Boston-maraþoninu 20. Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn MMA Tengdar fréttir Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu. 30. desember 2011 07:00 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi Fréttir af Gunnari Nelson í þremur efstu sætunum. 1. janúar 2015 20:30 Mest lesnu íþróttafréttir ársins 2012 Lesendur Vísis kunna vel að meta afreksmanninn Gunnar Nelson en frétt af bardaga hans gegn Alexander Butenko í febrúar á þessu ári er mest lesna íþróttafréttina á Vísi árið 2012. Fréttir af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru einnig ofarlega í huga lesenda Vísis en bein lýsing frá leikjum sem fram fóru þann 29. september er næst mest lesna íþróttafrétt ársins. 29. desember 2012 07:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Fréttir af bardögum í UFC og þá helst myndbönd af þeim voru níu af 20 vinsælustu íþróttafréttunum á Vísi árið 2015. Gunnar Nelson var að vanda mjög vinsæll en Íslendingar virðast einnig hafa tekið miklu ástfóstri við írska Íslandsvininn Conor McGregor og hina bandarísku Rondu Rousey. Vinsælasta fréttin á íþróttavef Vísis 2015 var þó viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem tekið var rétt fyrir HM í Katar 15. janúar. Fyrirliðinn tók ekki þátt í undirbúningsmóti íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið þar sem sonur hans lá veikur á spítala. „Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta,“ sagði Guðjón Valur. Viðtalið við Guðjón Val var ein af fimm fréttum frá Katar á síðasta ári sem komst á topp 20 listann en mikill áhugi var fyrir mótinu miðað við lestur. Efsta fótboltafréttin var frásögn Lars Lagerbäcks, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, af því hver átti raunverulega hugmyndina að fá hann til Íslands en miklar vangaveltur voru um það á árinu. Ein körfuboltafrétt læddist inn á topp 20 en það var bein textalýsing frá oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla en það var vafalítið besti leikur síðasta tímabils.Hér að neðan má sjá 20 vinsælustu íþróttafréttir Vísis árið 2015: 1. Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti 2. Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch 3. Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum 4. Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands 5. Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast 6. Eru Egyptar að tapa viljandi? 7. Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons 8. Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari 9. Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik10. Gunnar: Ég var lélegur 11. Búið að ákveða úrslitin fyrir leik 12. Í beinni: Gunnar og Conor á stóra sviðinu 13. Í beinni: KR - Njarðvík | Allt undir í Vesturbænum 14. Ásgeir um rifrildið við Björgvin: Á ekki að gerast 15. Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson 16. Sjáðu fyrsta tap Rondu 17. Óvíst með þátttöku Björgvins gegn Dönum 18. Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli 19. Fékk bréf frá eiginkonu mannsins sem hún kyssti í Boston-maraþoninu 20. Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn MMA Tengdar fréttir Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu. 30. desember 2011 07:00 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi Fréttir af Gunnari Nelson í þremur efstu sætunum. 1. janúar 2015 20:30 Mest lesnu íþróttafréttir ársins 2012 Lesendur Vísis kunna vel að meta afreksmanninn Gunnar Nelson en frétt af bardaga hans gegn Alexander Butenko í febrúar á þessu ári er mest lesna íþróttafréttina á Vísi árið 2012. Fréttir af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru einnig ofarlega í huga lesenda Vísis en bein lýsing frá leikjum sem fram fóru þann 29. september er næst mest lesna íþróttafrétt ársins. 29. desember 2012 07:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Vinsælast á Vísi árið 2011 - Íþróttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm vinsælustu fréttir ársins 2011 úr Sportinu á Vísi. Þar fyrir neðan eru tíu íþróttafréttir sem vöktu einnig mikla athygli á árinu. 30. desember 2011 07:00
20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi Fréttir af Gunnari Nelson í þremur efstu sætunum. 1. janúar 2015 20:30
Mest lesnu íþróttafréttir ársins 2012 Lesendur Vísis kunna vel að meta afreksmanninn Gunnar Nelson en frétt af bardaga hans gegn Alexander Butenko í febrúar á þessu ári er mest lesna íþróttafréttina á Vísi árið 2012. Fréttir af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru einnig ofarlega í huga lesenda Vísis en bein lýsing frá leikjum sem fram fóru þann 29. september er næst mest lesna íþróttafrétt ársins. 29. desember 2012 07:30