Raunhæft að fara í úrslit í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2016 06:00 Anton Sveinn kom til Íslands í verðskuldað jólafrí en stundar nám við Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. fréttablaðið/ernir Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Þegar Anton Sveinn McKee fór til Bandaríkjanna til að hefja nám á sundstyrk við Alabama-háskólann haustið 2013 hafði hann fyrst og fremst skapað sér nafn sem langsundsmaður í bringusundi (800 og 1.500 m) og í 400 m fjórsundi. Í dag er hann í hópi fremstu bringusundmanna heims, líkt og árangur hans á heimsmeistaramótinu í Kazan síðastliðið sumar sýndi en þar endaði hann í 13. sæti í 200 m bringusundi. „Þetta var mjög gaman og góð reynsla að hafa komist í undanúrslit. Það er eitthvað sem ég er ekki vanur en þarf að venjast. Vonandi fæ ég enn frekari reynslu af því á EM næsta sumar – sem upphitun fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton Sveinn við Fréttablaðið á dögunum, en hann var þá staddur hér á landi í jólafríi.Sjá einnig: Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Hann segir að það hafi staðið upp úr á síðasta ári að hafa náð Ólympíulágmarkinu, en einnig að hafa náð að koma til baka eftir þriggja mánaða fjarveru eftir að hafa viðbeinsbrotnað sumarið 2014. „Ég náði sjálfstraustinu aftur upp og meiðslin hafa ekkert verið að hrjá mig. Ég æfði svo mjög vel síðasta sumar en allar mínar áætlanir miðuðu við að ná Ólympíulágmarkinu, fremur en að ná besta mögulega árangrinum. Það var allt miðað við að ná topptímum og hámarksárangri árið 2016.“Góður bakgrunnur Anton Sveinn hélt áfram að æfa langsundin þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna en það entist í aðeins tvær vikur. „Svo kom mánuður þar sem við æfðum báðar greinar en eftir að við sáum árangurinn á fyrstu mótunum var ákveðið að ég myndi einbeita mér alfarið að bringusundinu,“ segir Anton sem reiknar með því að hann hefði hvort eð er breytt um aðalgrein, hvort sem hann hefði farið til Bandaríkjanna eða ekki. „Ég hefði hvort sem er aldrei náð þeim árangri sem ég hef náð fyrr en nú. Ég lít fremur jákvætt á að ég eigi þennan bakgrunn því það hefur skilað sér í því að ég er í betra formi og betur settur fyrir 200 m bringusundið,“ segir Anton en það er hans sterkasta grein í dag. Hann er þó einnig sterkur í 100 m bringusundinu. „Ég verð kominn með þrjú ár í bringusundinu þegar ég keppi í Ríó og þá verð ég búinn að fínpússa alla tækni og búinn að ná góðum tökum á greininni. Ég held að ég verði ekki verr settur en aðrir sem hafa æft bringusundið lengur.“Viðbeinsbrotnaði sumarið 2014 Anton Sveinn segist setja sér það markmið að fara eins langt og hann getur og hann telur að það sé raunhæft að stefna á átta manna úrslit á Ólympíuleikunum. „Miðað við hvernig mér gekk síðastliðið sumar og hvernig ég býst við að mér gangi í sumar þá held ég að það sé raunhæft, allavega í 200 m bringusundi. Ég náði 13. sæti á HM þrátt fyrir að ég missti út þrjá mánuði vegna meiðsla,“ segir Anton en leggur þó áherslu á að hann ætli sér ekki um of. „Ég tel að það sé ekki gott að leggja of mikið á mann og gæta streitunnar. Fyrst og fremst ætla ég mér að æfa eins vel og ég get.“Ísland á sundkortið Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa tryggt sér keppnisrétt á leikunum í Ríó og þá stefnir Sundsambandið að því að koma boðsundsveit kvenna að á leikunum.Sjá einnig: Eygló Ósk íþróttamaður ársins 2015 „Það er frábært að Ísland eigi svo marga sundmenn sem eru að standa sig vel. Það er gaman að sjá að Ísland er að komast á kortið sem sundþjóð,“ segir Anton Sveinn. „Liðsandinn er sterkur í hópnum og við njótum þess að veita hvert öðru stuðning og hvatningu.“ eirikur@frettabladid.is
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira