Hann breytti embættinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Íslendingar sem ekki hafa náð miðjum aldri, muna ekki eftir öðrum forseta á Bessastöðum. Tuttugu ár eru langur tími. Ólafur Ragnar sat ekki auðum höndum. Raunar má segja að á köflum hafi hann verið aðsópsmeiri en flestir fyrirrennara hans á heilum forsetaferli. Flestir forverar Ólafs, ef ekki allir, lögðu upp úr því að sitja á friðarstóli. Það er ekki stíll Ólafs Ragnars. Hann er forsetinn sem sagði og gerði. Á meðan mótaði hann embættið. Kosningar í sumar munu öðrum þræði snúast um hvort halda eigi áfram þeirri vegferð Ólafs Ragnars að hefja forsetaembættið til raunverulegra pólitískra áhrifa. Af áramótaávarpi forsetans mátti lesa milli línanna hvað hann telur til sinna helstu afreka á síðustu árum. Þar standa Icesave-samningarnir hæst. Ólafur Ragnar synjaði sem kunnugt er tvennum lögum staðfestingar er leggja áttu grunn að sátt í málinu. Þjóðin hafnaði lögunum í báðum tilvikum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ísland vann að lokum fullnaðarsigur í málinu. Forsetinn tefldi þar djarft, var ekki bara öryggisventill þegar á reyndi, heldur líka öflugasti talsmaður þjóðarinnar. Ólafur Ragnar nefndi líka að tekist hefði að stöðva vegferð Alþingis í átt að ESB aðild. Nú sé öllum ljóst að slíkar grundvallarbreytingar á fullveldi þjóðarinnar verði ekki gerðar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telur sig einnig hafa átt þátt í að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Þessi tvö síðastnefndu mál eru sumpart táknmynd þeirra breytinga sem Ólafur hefur gert á embættinu. Það er ekki endilega hvað hann gerir, heldur óttinn við hvað hann kunni að gera sem hefur stærst áhrif á daglegt pólitískt amstur á Íslandi. Stærsta einstaka atvikið í því samhengi var synjun hans á fjölmiðlalögunum árið 2004. Með því virkjaði Ólafur Ragnar stjórnarskrárbundinn málskotsrétt forseta sem legið hafði í dvala frá lýðveldisstofnun. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þurft að hugsa til þess möguleika að málskotsrétti verði beitt. Sennilega hefur þetta orðið til að auka vandvirkni á Alþingi. Líklegast er að makrílfrumvarpið umdeilda hafi að endingu strandað vegna ótta stjórnarliða við skoðun Ólafs á málinu. Ekki má heldur taka af Ólafi að hann er öflugur málssvari þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Þessi styrkur hans var öllum ljós í tengslum við Icesave-deiluna. Engum tókst betur að flytja málstað Íslendinga. Þessi óumdeildi styrkur hans hefur líka gert honum kleift að taka forystu á alþjóðavísu um málefni norðurheimskautsins. Ólafur Ragnar er umdeildur forseti. Andstæðingar loka þó varla augunum fyrir því að forsetatíð hans er söguleg. Hann er forsetinn sem talaði máli okkar á alþjóðavettvangi, virkjaði málskotsréttinn og sat lengst allra. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Ólafs Ragnars.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun