Lyfjaskandallinn í frjálsum verri en spillingin hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 18:00 Michael Johnson var sigursæll á sínum ferli. Vísir/Getty Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008. FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Ólympíumeistarinn og spretthlaupsgoðsögnin Michael Johnson telur frjálsíþróttirnar hafi orðið verr úti en knattspyrnan þegar kemur að spillingarmálum en báðar íþróttagreinar hafa verið mikið í heimsfjölmiðlum að undanförnu fyrir allt annað en afrek íþróttafólksins síns. Michael Johnson vann fern Ólympíugullverðlaun í spretthlaupum á sínum tíma og er ein stærsta stjarnan sem frjálsíþróttaheimurinn hefur eignast. „Spillingin í tengslum við lyfjamál í frjálsum íþróttum er verri en sú sem fótboltinn stendur frammi fyrir," sagði Michael Johnson í viðtali á BBC. Fótboltinn glímir við mútumál og peningagráða forystumenn innan fótboltans en skýrsla sem sýnir fram á umfangsmikla notkun ólöglegra lyfja meðal verðlaunafólks á stórmótum í frjálsum íþróttum hefur svert ímynd íþróttarinnar um ókomna tíð. Þrír yfirmenn innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins voru dæmdir í lífstíðarbann á dögunum fyrir þátttöku sína í lyfjahneykslinu sem nú skekur frjálsíþróttaheiminn og áður höfðu allir rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann frá öllum keppnum vegna þess að rússneska sambandið hafði unnið markvisst að því að svindla á lyfjaprófum. Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, voru báðir dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu fyrir spillingu og margir háttsettir menn innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins höfðu áður verið handteknir vegna spillingarmála. „Ef við setjum okkur i spor fórnarlamba þessa lyfjahneykslis þá er þetta svo sannarlega verra en hjá fótboltanum. Þarna var verið á svindla á íþróttafólki sem fær aldrei að standa á verðlaunapallinum og upplifa þá stund sem þau í raun unnu fyrir með árangri sínum," sagði Michael Johnson. Michael Johnson er þó ekki hrifinn af því að setja alla rússneska íþróttamenn í bann því það bitni á hreinum íþróttamönnum sem hafa ekkert til saka unnið. Michael Johnson er hinsvegar á því að þetta mál kalli á algjöra hreinsun innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins og að það þurfi að skipuleggja forystuna upp á nýtt. „Það var þessi stjórn og þessar stjórnunaraðferðir sem leyfðu þessari spillingu að viðgangast," sagði Johnson. Michael Johnson er samt ekki á því að hreinsa eigi út öll gildandi heimsmet og byrja upp á nýtt. „Ég skil ekki hvernig endursetning á öllum heimsmetum eigi að hjálpa okkur að glíma við það að fólk er að svindla. Það býr ekki til hreina keppni eða kemur í veg fyrir að fólk muni svindla," sagði Michael Johnson. Michael Johnson á enn heimsmetið í 400 metra hlaupi og hann átti líka heimsmetið í 200 metra hlaupi í tólf ár eða síðan að Usain Bolt bætti það á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
FIFA Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35 FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00 Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30 Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30 „Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00 Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15 Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur verið rekinn frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 13. janúar 2016 09:35
FIFA hefur yfirgefið mig Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit. 29. desember 2015 14:00
Blatter enn á launum hjá FIFA Má ekki hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin en þiggur en forsetalaun hjá FIFA. 19. janúar 2016 10:30
Platini: Var siðanefndin sofandi í fjögur ár? Michel Platini afar ósáttur við að hafa verið dæmdur í átta ára bann af siðanefnd FIFA. 23. desember 2015 14:30
„Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“ Fyrrverandi eiginkona Sepps Blatters kemur honum til varnar. 8. janúar 2016 12:00
Platini í nýju klandri Var viðstaddur verðlaunaafhendingu í Dúbaí þrátt fyrir langt bann. 30. desember 2015 10:15
Framkvæmdastjóri FIFA fær 45 daga til viðbótar í skammarkróknum Siðanefnd FIFA vill að Jerome Valcke verði dæmdur í níu ára bann frá fótbolta. 6. janúar 2016 10:30