Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 15:23 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna áralangra ásakanna samstarfsmanna, núverandi og fyrrverandi, og upplýsingagjafa vegna rannsókna á fíkniefnamálum hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir við Vísi. Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar. Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður. Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara. Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27 Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli vilja fæa frestað málsmeðferð fyrir Hæstarétti í ljósi þess að hafin er sakamálarannsókn á lögreglufulltrúa sem stýrði tálbeituaðgerð sem miður fór í málinu. 12. janúar 2016 16:27
Spilling í lögreglunni: Hættunni boðið heim ár eftir ár Tveir reyndir fíkniefnalögreglumenn eru grunaðir um græsku. Aldrei hefur maður verið fundinn sekur af mútuþægni í röðum lögreglu. Skortur á eftirliti gæti verið ástæða þess. 7. janúar 2016 14:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43