NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 08:00 Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sjá meira
Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh
NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sjá meira
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18