NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:18 Martavis Bryant og Darrius Heyward-Bey hjá Pittsburgh Steelers fagna snertimarki í nótt. Vísir/Getty Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. Sparkarinn Chris Boswell tryggði Pittsburgh Steelers sæti í næstu umferð þegar hann skoraði vallarmark fjórtán sekúndum fyrir leikslok en algjört klúður heimamanna gerði Pittsburgh-liðinu auðvelt fyrir að snúa tapi í sigur á lokasekúndum leiksins. Svipmyndir frá leiknum. Pittsburgh Steelers komst í 15-0 í leiknum en liðsmenn Cincinnati Bengals, sem höfðu tapað öllum sex leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin 25 ár, unnu sig aftur inn í leikinn í lokaleikhlutanum með því að skora sextán stig á rúmum tólf mínútum. Ben Roethlisberger meiddist í upphafi fjórða leikhlutans og varaleikstjórnandinn Landry Jones virtist vera búinn að kasta frá sér sigrinum þegar hann lét varnarmenn Bengals komast inn í sendingu frá sér þegar 1:45 mínúta var eftir. Cincinnati Bengals var þá með forystu 16-15 og með boltannþ Það stefndi því allt í langþráðan sigur heimamanna en svo fór nú ekki.Sjá einnig:Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Hlauparinn Jeremy Hill missti boltann strax í fyrstu sóknartilraun Bengals þegar heimamenn þurftu bara að finna leiðir til að eyða tímanum. Roethlisberger hafði verið keyrður inn í klefa á hnjaskvagninum eftir að hafa meiðst á öxl átti þá dramatíska endurkomu inn í leikinn og leiddi lokasóknina. Það var ekki nóg með að Hill tapaði boltanum því tvö afar dýrkeypt víti á varnarmenn heimamanna gáfu liðsmönnum Pittsburgh Steelers sannkallað dauðafæri. Varnarmennirnir Vontaze Burfict og Adam Jones fengu samtals 30 jarda refsingu sem þýddu að Boswell þurfti bara að sparka 35 jarda til að tryggja sínu liði sigurinn. Þeir Jeremy Hill, Vontaze Burfict og Adam Jones sváfu örugglega ekki mikið í nótt enda skúrkarnir í enn einu tapi Cincinnati Bengals liðsins. Cincinnati Bengals hefur verið með flott lið undanfarin ár en er gjörsamlega fyrirmunað að vinna leik í úrslitakeppninni. Pittsburgh Steelers er hinsvegar komið áfram í undanúrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Broncos á útivelli um næstu helgi.Sjá einnig:Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.Enn eitt tapið í úrslitakeppni hjá Cincinnati Bengals.Vísir/Getty NFL Tengdar fréttir Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Enn einn þjálfarinn rekinn Þjálfarar í NFL-deildinni halda áfram að fjúka og að þessu sinni ákvað Tampa Bay Buccaneers að reka þjálfarann sinn. 7. janúar 2016 18:00 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 Íhugar að gefa frá sér sjö milljarða og hætta Einn besti útherji NFL-deildarinnar gæti lagt skóna á hilluna þó svo hann sé aðeins þrítugur. 7. janúar 2016 19:00 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. Sparkarinn Chris Boswell tryggði Pittsburgh Steelers sæti í næstu umferð þegar hann skoraði vallarmark fjórtán sekúndum fyrir leikslok en algjört klúður heimamanna gerði Pittsburgh-liðinu auðvelt fyrir að snúa tapi í sigur á lokasekúndum leiksins. Svipmyndir frá leiknum. Pittsburgh Steelers komst í 15-0 í leiknum en liðsmenn Cincinnati Bengals, sem höfðu tapað öllum sex leikjum sínum í úrslitakeppni undanfarin 25 ár, unnu sig aftur inn í leikinn í lokaleikhlutanum með því að skora sextán stig á rúmum tólf mínútum. Ben Roethlisberger meiddist í upphafi fjórða leikhlutans og varaleikstjórnandinn Landry Jones virtist vera búinn að kasta frá sér sigrinum þegar hann lét varnarmenn Bengals komast inn í sendingu frá sér þegar 1:45 mínúta var eftir. Cincinnati Bengals var þá með forystu 16-15 og með boltannþ Það stefndi því allt í langþráðan sigur heimamanna en svo fór nú ekki.Sjá einnig:Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Hlauparinn Jeremy Hill missti boltann strax í fyrstu sóknartilraun Bengals þegar heimamenn þurftu bara að finna leiðir til að eyða tímanum. Roethlisberger hafði verið keyrður inn í klefa á hnjaskvagninum eftir að hafa meiðst á öxl átti þá dramatíska endurkomu inn í leikinn og leiddi lokasóknina. Það var ekki nóg með að Hill tapaði boltanum því tvö afar dýrkeypt víti á varnarmenn heimamanna gáfu liðsmönnum Pittsburgh Steelers sannkallað dauðafæri. Varnarmennirnir Vontaze Burfict og Adam Jones fengu samtals 30 jarda refsingu sem þýddu að Boswell þurfti bara að sparka 35 jarda til að tryggja sínu liði sigurinn. Þeir Jeremy Hill, Vontaze Burfict og Adam Jones sváfu örugglega ekki mikið í nótt enda skúrkarnir í enn einu tapi Cincinnati Bengals liðsins. Cincinnati Bengals hefur verið með flott lið undanfarin ár en er gjörsamlega fyrirmunað að vinna leik í úrslitakeppninni. Pittsburgh Steelers er hinsvegar komið áfram í undanúrslit Ameríkudeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Broncos á útivelli um næstu helgi.Sjá einnig:Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.Enn eitt tapið í úrslitakeppni hjá Cincinnati Bengals.Vísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30 Enn einn þjálfarinn rekinn Þjálfarar í NFL-deildinni halda áfram að fjúka og að þessu sinni ákvað Tampa Bay Buccaneers að reka þjálfarann sinn. 7. janúar 2016 18:00 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 Íhugar að gefa frá sér sjö milljarða og hætta Einn besti útherji NFL-deildarinnar gæti lagt skóna á hilluna þó svo hann sé aðeins þrítugur. 7. janúar 2016 19:00 Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00 Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar Leikur Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag verður ekki fyrir neinar kuldaskræfur. 7. janúar 2016 22:30
Enn einn þjálfarinn rekinn Þjálfarar í NFL-deildinni halda áfram að fjúka og að þessu sinni ákvað Tampa Bay Buccaneers að reka þjálfarann sinn. 7. janúar 2016 18:00
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
Íhugar að gefa frá sér sjö milljarða og hætta Einn besti útherji NFL-deildarinnar gæti lagt skóna á hilluna þó svo hann sé aðeins þrítugur. 7. janúar 2016 19:00
Ódýrt að fara á kuldaleikinn Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt. 8. janúar 2016 13:00
Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku. 8. janúar 2016 11:30