Þór úr Þorlákshöfn vann stórsigur á FSu, 94-58, í fimmtándu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi.
Fyrir leikinn var boðið á eina krúttlegustu upphitun sögunnar þar sem kornungur bróðir Magnúsar Breka Þórðarsonar, leikmanns Þórs, hitaði upp með heimamönnum.
Snáðinn litli lék eftir öllu sem stóru strákarnir gerðu og verður augljóslega meira en tilbúinn í slaginn þegar hann byrjar loks að æfa körfubolta.
Þessa ótrúlega krúttlegu upphitun má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þessi leikur sem og allir aðrir í fimmtándu umferð Dominos-deildarinnar verða gerðir upp í Dominos-Körfuboltakvöldi klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Sjáðu krúttlegustu upphitun ársins
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

Potter undir mikilli pressu
Enski boltinn


„Reyndum allt en ekkert gekk upp“
Handbolti


Langfljótastur í fimmtíu mörkin
Fótbolti

Erfið endurkoma hjá De Bruyne
Fótbolti

Tvenna Rashford tryggði þrjú stig
Fótbolti


Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum
Íslenski boltinn
