Dómsmálaráðherra segir af sér í mótmælaskyni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Christiane Taubira tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP Franska Gvæjana Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Dómsmálaráðherra Frakklands, Christiane Taubira, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis að svipta beri franska ríkisborgara, sem sakfelldir hafa verið fyrir hryðjuverk, ríkisborgararétti. Taubira er ekki par hrifin af áformum ríkisstjórnarinnar. Hugmyndin um sviptinguna kom fram í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á París í nóvember. Frá árásunum hafa frjálslynd viðhorf Taubira orðið til þess að hún varð ósammála stefnu ríkisstjórnarinnar í meiri mæli, sérstaklega þegar François Hollande forseti sagði að harðar yrði tekið á hryðjuverkamönnum og lýsti yfir neyðarástandi. Á næstu dögum verða einnig lagðar fyrir þingið breytingartillögur á stjórnarskránni. Breytingarnar miða að því að einfaldara yrði að lýsa yfir neyðarástandi. Við neyðarástand fær lögregla lausan tauminn til að halda fólki í stofufangelsi og fara í húsleit án heimilda frá dómstólum. Við af Taubira tekur þingmaðurinn Jean-Jacques Urvoas. Hann er fylgjandi stjórnarskrárbreytingunum og hefur aðstoðað Hollande við smíð þeirra. Embættisstörf Taubira mörkuðust af frjálslyndum viðmiðum og fylgdi hún meðal annars eftir löggjöf um hjónavígslur samkynja para. Þá barðist hún einnig fyrir umbótum á starfi lögreglu sem og dómskerfisins alls. Kynþáttafordómar flokks- og stuðningsmanna þjóðernishyggjuflokksins Þjóðfylkingarinnar, sem á tvö sæti í neðri deild franska þingsins, settu einnig svip á valdatíð hennar í dómsmálaráðuneytinu. Taubira er fædd í Frönsku Gvæjana og er einn reyndasti stjórnmálamaður Frakka. Svo dæmi séu nefnd um kynþáttafordóma gegn Taubira líkti sveitarstjórnarframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar henni við apa í fyrra. Þá veifuðu gestir eitt sinn banönum að henni á kappræðum. „Stundum felst andstaða í því að halda áfram, stundum felst andstaða í því að hætta,“ sagði Taubira um tímamótin í gær.Franska blaðið Minute birti fmynd af Taubira með fyrirsögninni „Lævís sem api finnur Taubira bananann sinn“.Nordicphotos/AFP
Franska Gvæjana Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira