Fótbolti

Messi getur komið sér og Ronaldo yfir 1.000 marka múrinn

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skora mörk. Og fullt af þeim.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skora mörk. Og fullt af þeim. vísir/getty
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo virðast skora mörk eins og að drekka vatn. Þeir slá hvert markametið á fætur öðru í öllum deildum og nú nálgast þeir einn áfanga saman. Sky Sports greinir frá.

Barcelona mætir Athletic Bilbao í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins, en skori Argentínumaðurinn verða hann og Ronaldo í heildina búnir að skora 1.000 mörk á ferlinum fyrir félagslið og landslið.

Messi er búinn að skora 481 mark, þar af 49 fyrir argentínska landsliðið, síðan hann skoraði sitt fyrsta fyrir Barcelona þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Albacete í maí 2005.

Cristiano Ronaldo er búinn að skora 518 mörk á sínum glæsta ferli, en það fyrsta skoraði hann fyrir Sporting í heimalandinu í október 2002. Hann setti síðan 118 fyrir Manchester United áður en hann gekk í raðir Real Madrid árið 2009.

Messi og Ronaldo, sem hafa samanlagt verið kosnir fótboltamenn ársins átta sinnum, berjast vanalega um öll einstaklingsverðlaun sem eru í boði en þennan áfanga geta þeir átt saman.

Mörk Messi og Ronaldo:

999: Heildarfjöldi marka þeirra tveggja á ferlinum í 1.384 leikjum

Lionel Messi:

Leikir/mörk fyrir Barcelona: 506/432

Leikir/mörk fyrir Argentínu: 105/49

Heildarfjöldi leikja/marka: 611/481

Cristiano Ronaldo:

Leikir/mörk fyrir Sporting: 31/5

Leikir/ fyrir Manchester United: 292/118

Leikir/mörk fyrir Real Madrid: 327/340

Leikir/mörk fyrir Portúgal: 123/55

Heildarfjöldi leikja/marka: 773/518




Fleiri fréttir

Sjá meira


×