Sundkeppnin fór fram í Laugardalslauginni og tóku 62 sundmenn frá níu félögum þátt.
Jón Margeir Sverrisson, Fjölni, var stigahæsti sundmaður mótsins en hann fékk 930 stig í 100 metra skriðsundi.
Jón Margeir tók einnig þátt í sundkeppni ófatlaðra í gær þar sem hann varð í 4. sæti í 1500 metra skriðsundi á tímanum 17:16,07.
Jón Margeir átti einnig sjötta besta tímann, 33:08, í undanrásum í 50 metra bringusundi. Báðir eru tímarnir ný Íslandsmet í S14 flokki fatlaðra sundmanna.


