Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2016 23:55 Ari Vilhjálmsson með gripinn í höndunum. mynd/eggert jóhannsson/epa Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari, lenti í hremmingum í gær þegar hann hugðist fljúga frá Kastrup í Kaupmannahöfn til Vantaa í Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna. „Í fyrsta lagi þá setur maður hljóðfæri ekki í flugfrakt. Ég hef heyrt nógu margar hryllingssögur til að gera það aldrei nokkurntíman,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann var á ferð með öðrum fiðluleikara og lentu þau bæði í stappi í upphafi. „Konurnar á innskráningarborðinu segja að fiðlurnar séu of stórar fyrir handfarangur og megi ekki fara með. Eftir að ég tjái þeim að ég hafi ferðast með fiðluna með mér í tuttugu ár án allra vandræða þá sættast þær á að hleypa mér áfram eftir að hafa ráðfært sig við starfsfólk í öryggisleitinni.“ Til að komast lengra inn í flugstöðina þarf maður að fara í gegnum hlið sem opnast skanni maður inn kóða á brottfararspjaldinu. Hliðið harðneitaði hins vegar að opnast fyrir Ara og var honum vísað áfram á þjónustuborðið. Hins vegar komst samferðarmaður Ara, japönsk stúlka sem einnig leikur á fiðlu, í gegn sem hljóðfærið sitt. „Þar lenti ég á manni sem vildi ekkert fyrir mig gera og sagði að ég hreinlega yrði að setja fiðluna í flugfrakt eða þá að kaupa sérstakt sæti undir fiðluna. Í fyrstu hélt ég nú ekki enda fiðlan ekki það stór að hún komist ekki í handfarangurshólfið en eftir mikið stapp reyndi ég að kaupa miða. Það reyndist ekki hægt. Það varð því úr að ég fór ekki með vélinni,“ segir Ari.Fór inn í vélina til að fjarlægja hina fiðluna Eftir þetta allt saman hafði fokið í Ara og hann hafði „látið ýmis orð falla“ eins og hann orðar það sjálfur. Þegar það var ljóst að hann færi með bendir hann „bjúrókratanum“, eða skrifdrekanum, á þjónustuborðinu á þá staðreynd að kollegi hans hafi komist inn í vélina og tekið hljóðfærið sitt með. „Þá fauk í hann og hann sagði að hann myndi fara inn í flugvélina og fjarlægja fiðluna. Og það gerði hann. Hann fór inn í vél, rótaði í öllum handfarangrinum þar til hann fann fiðluna og tjáði síðan eigandanum að annað hvort yrði fiðlan sett niður í farangurrými eða að hvorugt þeirra færi til Helsinki. Flugvélin myndi bíða þar til hún yrði fjarlægð. Það er óhætt að segja að vinkona mín hafi verið afar stressuð alla leiðina en sem betur fer slapp hljóðfærið.“ Ástæðan fyrir því að Norwegian Air leyfir ekki fiðlur í handfarangri er sú að kassinn um þær er of stór. Handfarangur má vera 55 sentimetrar á lengdina, breiddin 35 sentimetrar og hæðin í kringum 20 sentimetra. Fiðlukassar eru hins vegar um áttatíu sentimetrar á lengd en þeir eru hins vegar mjórri og lægri en staðlarnir leyfa.Verið að mismuna fólki „Þúsundir hljóðfæraleikara fljúga um heiminn á hverjum einasta degi og flest flugfélög sýna þeim skilning. Þeir sem spila á stærri hljóðfæri, til að mynda sellóleikarar, þurfa að kaupa sér sæti fyrir hljóðfærin en spilirðu á fiðlu eða smátt blásturshljóðfæri þá kemstu yfirleitt í gegn. Sum flugfélög hafa meira að segja leyft þeim að fara inn á undan og koma þeim fyrir innst í handfarangurrýmunum þar sem þau passa mjög vel,“ segir Ari. Verðmæti hljóðfæra getur verið afar mismunandi. Fiðla sú sem Ari var að ferðast með að þessu sinni er lánsfiðla frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kostar um 25 milljónir króna. Sjálfur á hann fiðlu sem kostar rúmar þrjár milljónir. „Ég myndi ekki setja hljóðfæri í farangursgeymsluna nema það væri fjöldaframleitt, ódýrt dót. Að öðrum kosti kæmi það ekki til greina.“ Ari, sem er 34 ára og leikur með Fílharmóníusveit Helsinki borgar, skrifaði skeyti á Facebook-síðu Norwegian Air þar sem hann kvartaði yfir því sem komið hafði fyrir hann. Flugfélagið svaraði kvörtun hans en þar segir að hljóðfæri séu leyfð um borð séu þau af passlegri stærð. Séu þau hins vegar of stór þurfi að greiða auka gjald fyrir þau. „Það gengur ekki að starfsmaður í vondu skapi geti mismunað fólki og haldið því frá vinnu. Fólk á ekki að þurfa að lifa í hræðslu um hvort það geti ferðast eður ei,“ segir Ari að lokum. Tengdar fréttir Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari, lenti í hremmingum í gær þegar hann hugðist fljúga frá Kastrup í Kaupmannahöfn til Vantaa í Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna. „Í fyrsta lagi þá setur maður hljóðfæri ekki í flugfrakt. Ég hef heyrt nógu margar hryllingssögur til að gera það aldrei nokkurntíman,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann var á ferð með öðrum fiðluleikara og lentu þau bæði í stappi í upphafi. „Konurnar á innskráningarborðinu segja að fiðlurnar séu of stórar fyrir handfarangur og megi ekki fara með. Eftir að ég tjái þeim að ég hafi ferðast með fiðluna með mér í tuttugu ár án allra vandræða þá sættast þær á að hleypa mér áfram eftir að hafa ráðfært sig við starfsfólk í öryggisleitinni.“ Til að komast lengra inn í flugstöðina þarf maður að fara í gegnum hlið sem opnast skanni maður inn kóða á brottfararspjaldinu. Hliðið harðneitaði hins vegar að opnast fyrir Ara og var honum vísað áfram á þjónustuborðið. Hins vegar komst samferðarmaður Ara, japönsk stúlka sem einnig leikur á fiðlu, í gegn sem hljóðfærið sitt. „Þar lenti ég á manni sem vildi ekkert fyrir mig gera og sagði að ég hreinlega yrði að setja fiðluna í flugfrakt eða þá að kaupa sérstakt sæti undir fiðluna. Í fyrstu hélt ég nú ekki enda fiðlan ekki það stór að hún komist ekki í handfarangurshólfið en eftir mikið stapp reyndi ég að kaupa miða. Það reyndist ekki hægt. Það varð því úr að ég fór ekki með vélinni,“ segir Ari.Fór inn í vélina til að fjarlægja hina fiðluna Eftir þetta allt saman hafði fokið í Ara og hann hafði „látið ýmis orð falla“ eins og hann orðar það sjálfur. Þegar það var ljóst að hann færi með bendir hann „bjúrókratanum“, eða skrifdrekanum, á þjónustuborðinu á þá staðreynd að kollegi hans hafi komist inn í vélina og tekið hljóðfærið sitt með. „Þá fauk í hann og hann sagði að hann myndi fara inn í flugvélina og fjarlægja fiðluna. Og það gerði hann. Hann fór inn í vél, rótaði í öllum handfarangrinum þar til hann fann fiðluna og tjáði síðan eigandanum að annað hvort yrði fiðlan sett niður í farangurrými eða að hvorugt þeirra færi til Helsinki. Flugvélin myndi bíða þar til hún yrði fjarlægð. Það er óhætt að segja að vinkona mín hafi verið afar stressuð alla leiðina en sem betur fer slapp hljóðfærið.“ Ástæðan fyrir því að Norwegian Air leyfir ekki fiðlur í handfarangri er sú að kassinn um þær er of stór. Handfarangur má vera 55 sentimetrar á lengdina, breiddin 35 sentimetrar og hæðin í kringum 20 sentimetra. Fiðlukassar eru hins vegar um áttatíu sentimetrar á lengd en þeir eru hins vegar mjórri og lægri en staðlarnir leyfa.Verið að mismuna fólki „Þúsundir hljóðfæraleikara fljúga um heiminn á hverjum einasta degi og flest flugfélög sýna þeim skilning. Þeir sem spila á stærri hljóðfæri, til að mynda sellóleikarar, þurfa að kaupa sér sæti fyrir hljóðfærin en spilirðu á fiðlu eða smátt blásturshljóðfæri þá kemstu yfirleitt í gegn. Sum flugfélög hafa meira að segja leyft þeim að fara inn á undan og koma þeim fyrir innst í handfarangurrýmunum þar sem þau passa mjög vel,“ segir Ari. Verðmæti hljóðfæra getur verið afar mismunandi. Fiðla sú sem Ari var að ferðast með að þessu sinni er lánsfiðla frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kostar um 25 milljónir króna. Sjálfur á hann fiðlu sem kostar rúmar þrjár milljónir. „Ég myndi ekki setja hljóðfæri í farangursgeymsluna nema það væri fjöldaframleitt, ódýrt dót. Að öðrum kosti kæmi það ekki til greina.“ Ari, sem er 34 ára og leikur með Fílharmóníusveit Helsinki borgar, skrifaði skeyti á Facebook-síðu Norwegian Air þar sem hann kvartaði yfir því sem komið hafði fyrir hann. Flugfélagið svaraði kvörtun hans en þar segir að hljóðfæri séu leyfð um borð séu þau af passlegri stærð. Séu þau hins vegar of stór þurfi að greiða auka gjald fyrir þau. „Það gengur ekki að starfsmaður í vondu skapi geti mismunað fólki og haldið því frá vinnu. Fólk á ekki að þurfa að lifa í hræðslu um hvort það geti ferðast eður ei,“ segir Ari að lokum.
Tengdar fréttir Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Gary Graham sem segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair en hjólastóll sonar hans stórskemmdist í ferð flugfélagsins. 6. janúar 2016 20:04