Fótbolti

Byrjunarlið Bandaríkjanna: Altidore byrjar í fremstu víglínu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það verður að stöðva þennan mann í kvöld.
Það verður að stöðva þennan mann í kvöld. Vísir/Getty
Bandaríska knattspyrnusambandið var rétt í þessu að tilkynna byrjunarliðið fyrir leik liðsins gegn Íslandi á StubHub Center en flautað verður til leiks í Los Angeles klukkan 21.08 á íslenskum tíma.

Flestir leikmennirnir í leikmannahóp bandaríska liðsins leika í MLS-deildinni en einhver nöfn eru kunnug sparkspekingum á Íslandi.

Michael Bradley sem lék með Borussia Mönchengladbach, Roma og Aston Villa í Evrópu ber fyrirliðabandið og byrjar á miðjunni en við hlið hans er Jermaine Jones sem lék um tíma með Schalke í þýska boltanum.

Í fremstu víglínu er Jozy  Altidore, fyrrum liðsfélagi Jóhanns Bergs hjá AZ Alkmaar og fyrrum leikmaður Sunderland en byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.

Markmaður:

Luis Robles

Varnarmenn:

Brad Evans, Michael Orozco, Matt Besler, Kellyn Acosta

Miðjumenn:

Michael Bradley, Jermaine Jones, Ethan Finlay, Lee Nguyen

Sóknarmenn:

Gyasi Zardes, Jozy Altidore




Fleiri fréttir

Sjá meira


×