Fyrsta forval á morgun: Spennan magnast í Bandaríkjunum Birta Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2016 12:51 Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32
Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21
Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51