Hrókeringar í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2016 12:40 Hrókeringar eru í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm/Daníel/Stefan Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13