Ætlunin er að labba út á 77. mínútu leiksins til að mótmæla miðaverði í nýju stúkuna á Anfield en miðarnir fara frá því að kosta 59 pund upp í að kosta 77 punda.
Stuðningsmannafélögin er ekki bara mjög ósátt við þessu hækkun á miðaverði heldur einnig að eigendur félagsins gefi engar skýringar á þessu.
Stuðningsmenn Liverpool óttast það að hækkun á miðaverðinu hafa þær afleiðingar að samsetning áhorfenda breytist á Anfield og um leið sé hætt á því að hið rómaða andrúmsloft á vellinum heyri brátt sögunni til.
BBC segir frá málinu á heimasíðu sinni og þar má einnig finna yfirlýsingar frá stuðningsmannafélögunum varðandi þetta mál.

