Körfubolti

Skotsýning Steph Curry ekkert síðri í draugsýn | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty
Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum.

Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni.

Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum.

Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.

Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum.

Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki.

Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards.

Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta.

NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur.

Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn.

NBA

Tengdar fréttir

NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd

Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.

Curry fór illa með James

Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×