Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 07:15 Stephen Curry var ótrúlegur í nótt. vísir/getty Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira