Veldur þrjóskan í Yellen samdrætti í Bandaríkjunum? Lars Christensen skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun