Opna humarstað í æfingarhúsnæði Sykurmolanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 15:00 Nafnarnir og viðskiptafélagarnir eru að vonum spenntir fyrir að opna dyr sínar fyrir matargestum. Þeir Jón Gunnar Geirdal og Jón Arnar Guðbrandsson opna í vikunni nýjan veitingastað sem ber nafnið Verbúð 11 Lobster & Stuff og er til húsa við gömlu höfnina. „Við Lemon nafnar erum mjög ánægðir með þetta,“ segir Jón Gunnar alsæll en hann segir staðinn þó talsvert ólíkan samloku og djússtaðnum Lemon sem þeir félagar eru þekktastir fyrir og opnaði fyrir rúmum þremur árum. „Það hefur gengið ótrúlega vel með samlokur og djúsa en erum báðir ofboðslega heillaðir af þessu svæði. Við stukkum því á þetta tækifæri þegar húsið losanði en þetta er langt frá því að vera líkt Lemon.“ Líkt og nafn staðarins gefur til kynna verður talsvert um humar á boðstólnum en segir Jón Gunnar Stuff hluta nafnsins gefa þeim svigrúm til þess að leika sér í matargerðinni og auk hinna ýmsu humarrétta verður boðið upp á rib-eye hamborgara, snigla í hvítlauk, bláskel og innbakað lamb auk ýmislegs fleira. „Svo komumst við að því eftir að við vorum búnir að kaupa staðinn að þetta var gamalt æfingarhúsnæði Sykurmolanna. Okkur finnst það gefa þessu ákveðna rokk vigt sem setur skemmtilega pressu á rokkstjörnurnar i eldhúsinu,“ segir Jón Gunnar sem er að vonum alsæll með þá tilviljun og bætir við að þeir félagar vilji meina að andi hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar svífi yfir húsnæðinu. „Ég vona bara að bandið kíki til okkar og taki þetta út.“Veitingastaðurinn er staðsettur við gömlu höfnina. Vísir/ErnirJón Gunnar segir þá leggja aðaláherslu á að staðurinn sé notalegur og afslappaður og að fólki sem komi til að snæða líði vel en Arnar Gauti Sverrisson aðstoðaði þá við að hanna staðinn að innan en staðurinn er á tveimur hæðum og verður bar á þeirri efri. Jón Gunnar hlær þó og svarar því neitandi þegar hann er spurður að því hvort að það verði humarþema í kokteilunum líka. Þeir Jón Gunnar og Jón Arnar eru stofnendur og eigendur Lemon og á dögunum bárust af því fréttir að þeir hyggðust opna Lemon útibú í París en stefnt er á að það opni í mars. „Það var langþráður draumur að Lemon gæti farið út fyrir landsteinana og svo varð það rauninn,“ segir hann glaður í bragði og bætir hlæjandi við: „Íslenska hamborgaranum hefur vegnað vel á meginlandinu þannig við ætlum bara að sjá hvort íslenskar samlokur og djúsar geti ekki bara teikað það. Það er nú eins og einhver sagði, ekkert víst að það klikki!“ Verbúð 11 Lobster & Stuff opnar á föstudaginn næstkomandi en staðurinn er staðsettur á Geirsgötu. Matur Veitingastaðir Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Þeir Jón Gunnar Geirdal og Jón Arnar Guðbrandsson opna í vikunni nýjan veitingastað sem ber nafnið Verbúð 11 Lobster & Stuff og er til húsa við gömlu höfnina. „Við Lemon nafnar erum mjög ánægðir með þetta,“ segir Jón Gunnar alsæll en hann segir staðinn þó talsvert ólíkan samloku og djússtaðnum Lemon sem þeir félagar eru þekktastir fyrir og opnaði fyrir rúmum þremur árum. „Það hefur gengið ótrúlega vel með samlokur og djúsa en erum báðir ofboðslega heillaðir af þessu svæði. Við stukkum því á þetta tækifæri þegar húsið losanði en þetta er langt frá því að vera líkt Lemon.“ Líkt og nafn staðarins gefur til kynna verður talsvert um humar á boðstólnum en segir Jón Gunnar Stuff hluta nafnsins gefa þeim svigrúm til þess að leika sér í matargerðinni og auk hinna ýmsu humarrétta verður boðið upp á rib-eye hamborgara, snigla í hvítlauk, bláskel og innbakað lamb auk ýmislegs fleira. „Svo komumst við að því eftir að við vorum búnir að kaupa staðinn að þetta var gamalt æfingarhúsnæði Sykurmolanna. Okkur finnst það gefa þessu ákveðna rokk vigt sem setur skemmtilega pressu á rokkstjörnurnar i eldhúsinu,“ segir Jón Gunnar sem er að vonum alsæll með þá tilviljun og bætir við að þeir félagar vilji meina að andi hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar svífi yfir húsnæðinu. „Ég vona bara að bandið kíki til okkar og taki þetta út.“Veitingastaðurinn er staðsettur við gömlu höfnina. Vísir/ErnirJón Gunnar segir þá leggja aðaláherslu á að staðurinn sé notalegur og afslappaður og að fólki sem komi til að snæða líði vel en Arnar Gauti Sverrisson aðstoðaði þá við að hanna staðinn að innan en staðurinn er á tveimur hæðum og verður bar á þeirri efri. Jón Gunnar hlær þó og svarar því neitandi þegar hann er spurður að því hvort að það verði humarþema í kokteilunum líka. Þeir Jón Gunnar og Jón Arnar eru stofnendur og eigendur Lemon og á dögunum bárust af því fréttir að þeir hyggðust opna Lemon útibú í París en stefnt er á að það opni í mars. „Það var langþráður draumur að Lemon gæti farið út fyrir landsteinana og svo varð það rauninn,“ segir hann glaður í bragði og bætir hlæjandi við: „Íslenska hamborgaranum hefur vegnað vel á meginlandinu þannig við ætlum bara að sjá hvort íslenskar samlokur og djúsar geti ekki bara teikað það. Það er nú eins og einhver sagði, ekkert víst að það klikki!“ Verbúð 11 Lobster & Stuff opnar á föstudaginn næstkomandi en staðurinn er staðsettur á Geirsgötu.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira