Breiðablik og Fjölnir halda áfram að moka inn milljónum vegna Alfreðs Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 13:45 Alfreð Finnbogason er gullkálfur fyrir Fjölni og sérstaklega Breiðablik. vísir/getty Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Fjölnir og Breiðablik, knattspyrnufélögin sem landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ólst upp hjá, halda áfram að moka inn milljónum vegna uppeldisbóta á sölum Alfreðs Finnbogasonar út um alla Evrópu. Þau eru svo heppinn að Alfreð hefur verið á ferð og flugi um álfuna á undanförnum árum, en hann samdi við Augsburg í Þýskalandi undir lok félagaskiptagluggans í janúar, en þýska liðið er sjötta atvinnumannalið landsliðsframherjans í sjötta landinu.Sjá einnig:Alfreð á stall með Eiði Smára Aðeins eru greiddar uppeldisbætur ef leikmenn færa sig á milli landa og það á við um Alfreð sem fór nú frá Spáni til Þýskalands. Þýska liðið FC Augsburg borgaði Real Sociedad fjórar milljónir evra, samkvæmt heimildum Vísis, fyrir íslenska landsliðsframherjann sem nemur ríflega 567 milljónum íslenskra króna. Félag sem kaupir leikmann á milli landa hefur einn mánuð frá sölu til að gera upp við uppeldisfélög viðkomandi leikmanns og eru íslensku félögin á lokastigi í uppgjöri við Augsburg, samkvæmt heimildum Vísis. Fjölnir fær eitt prósent af þeirri upphæð þar sem hann var í röðum Fjölnis frá tólf til fimmtán ára aldurs, en 0,25 prósent fæst fyrir hvert ár á þeim aldri. Alfreð var svo í Breiðabliki frá því hann var 16 ára og þar til hann fór út til Lokeren 21 árs gamall, en 0,50 prósent fæst í uppeldisbætur fyrir hvert ár eftir 15 ára aldurinn. Breiðablik á því þrjú prósent í hverri sölu Alfreðs á milli landa og fær í sinn hlut rétt ríflega 17 milljónir króna fyrir sölu Alfreðs til Augsburg en Fjölnir fær tæplega 5,7 milljónir króna. Lokeren á eitt prósent þar sem Alfreð var þar þegar hann var 22 og 23 ára og fær því sömu upphæð og Fjölnir. Real Sociedad borgaði sjö og hálfa milljón evra fyrir Alfreð þegar hann varð markakóngur með Heerenveen í Hollandi 2014, en það jafngildir rétt ríflega einum milljarði króna. Fjölnir og Lokeren fengu þá ríflega 10,6 milljónir króna en Breiðablik tæpar 32 milljónir króna. Íslensku félögin eru því samtals búin að fá rétt ríflega 65 milljónir króna í uppeldisbætur fyrir Alfreð á undanförnum tveimur árum.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Sociedad til Augsburg:Söluverð: 567.480.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 5.674.800 kr. Breiðablik: 3% - 17.024.400 kr. Lokeren: 1% - 5.674.800 kr.Skipting uppeldisbóta vegna sölu Alfreðs frá Heerenveen til Real Sociedad:Söluverð: 1.064.025.000Félag: Hlutfall - Fjárhæð á lið Fjölnir: 1% - 10.640.250 kr. Breiðablik: 3% - 31.920.750 kr. Lokeren: 1% - 10.640.250 kr.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Alfreð skoraði þegar hann fékk loksins tækifæri Alfreð Finnbogason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Olympiakos í dag og skoraði eittt af mörkum liðsins í 4-3 sigri. 5. desember 2015 19:28
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum "Ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt í þessum landsleikjum,“ segir Alfreð Finnbogason um nýafstaðna landsleikjatörn Íslands. 24. nóvember 2015 11:30