Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 16:00 Fréttateymi Stöðvar 2 fékk ekki að mynda í verksmiðju Icewear sem býður þó upp á ókeypis skoðunarferð sem ferðamenn streymdu í í dag. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá. Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50