Jakob Svavar hlaut annað sæti í gæðingafiminni í ár en sýningu hans má sjá á meðfylgjandi myndbandi hér fyrir ofan.
Þótti einstakt þegar Jakob Svavar sýndi hryssuna Gloríu frá Skúfslæk á tölti í mjög lágum höfuðburði og með slaka yfirlínu og gat svo undið hana upp í söfnun á sömu gangtegund án þess að taktur eða form glataðist. Þótti þessi æfing vera til marks um frábæra reiðmennsku og samspil knapa og hests.
Þá má hér fyrir neðan sjá sýningu sigurvegarans Árna Björns Pálssonar á Skímu frá Kvistum.
Keppni í greininni fer fram á Arctic Equestrian Games (AEG) í Noregi, en það er með stærstu innanhúsmótum sem haldið er á Norðurlöndunum. Meðal keppenda eru þekktir knapar, meðal annars úr norska landsliðinu.
Upprifjun frá keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld, fimmtudagskvöld.