Ungar KR-stúlkur njóta góðs af styrkjum framtíðarsjóðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 16:14 Sigrún Skarphéðinsdóttir, þjálfari yngri flokka í körfubolta, Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, Gylfi Aðalsteinsson formaður KR, Þóra Passauer, stjórn knattspyrnudeildar, Guðrún Kristmundsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar, og úr yngri flokkum KR í knattspyrnu og körfubolta stúlkna: Jasmín, Ragna, Íris, Írena, Helena, Þorbjörg, Aríanna, Guðrún, Helga, Ásdís, Auður og Sigrún. Mynd/Aðsend Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“ Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira