Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. Vísir/Getty „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
„Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum.
Netflix Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira