Jón kom í mark á tímanum 4:04,43 sem mun vera nýtt heimsmet. Jón er að gera frábæra hluti á mótinu en hann vann einnig 50 metra skriðsund og 100 metra fjórsund á mótinu.
„Þetta er reyndar ekki minn hraðasti tími en þetta er hraðasti skráði tími í heiminum á löglegu IPC móti og það skipti máli,“ segir Jón Margeir á Facebook.