Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 16:28 Sævar Helgi Bragason segir þessa uppgötvun marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheminum. Vísir „Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum: Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum:
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?