Fréttir af Error 53 byggðar á misskilningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2016 14:54 Tómas Kristjánson, framkvæmdastjóri iSímans, segir að fréttir af Error 53 villumeldingunni í iPhone 6 séu á misskilningi byggðar. Vísir/Getty Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas. Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas.
Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28