Körfubolti

Neville sleppur við MSN-tríóið í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez og Messi skoruðu sá um markaskorun í fyrri leik Barcelona og Valencia. Hvorugur þeirra verður með í kvöld.
Suárez og Messi skoruðu sá um markaskorun í fyrri leik Barcelona og Valencia. Hvorugur þeirra verður með í kvöld. vísir/getty
MSN-tríóið ógurlega, Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, verður ekki með Barcelona í seinni leiknum gegn Valencia í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Börsungar eru nánast komnir í úrslitaleikinn eftir 7-0 stórsigur í fyrri leiknum þar sem Messi skoraði þrennu og Suárez fernu.

Sjá einnig: Gary Neville: Ein versta lífsreynslan á mínum ferli

MSN-tríóið eru ekki einu fastamennirnir sem Luis Enrique hvílir í kvöld. Gerard Pique, Javier Mascherano og Andrés Iniesta verða ekki með en þeir eru á hættusvæði vegna gulra spjalda líkt og Suárez.

Claudio Bravo, Dani Alves, Arda Turan, Sergio Busquets og Jordi Alba eru einnig hvíldir en ungir og efnilegir leikmenn fá tækifæri með Barcelona í kvöld.

Gary Neville, knattspyrnustjóri Valencia, getur því andað örlítið léttar en hann er undir mikilli pressu vegna lélegs árangurs liðsins.

Neville á enn eftir að fagna sigri í níu deildarleikjum sem stjóri Valencia og ofan á það kom svo afhroðið sem liðið beið í fyrri leiknum gegn Barcelona.

Sjá einnig: Fyrrverandi fyrirliði Valencia: Neville verður ekki rekinn

Börsungar munu að öllum líkindum mæta Sevilla í úrslitaleik bikarkeppninnar en Sevilla er í góðri stöðu eftir 0-4 sigur á Celta Vigo í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Seinni leikur liðanna fer fram á morgun.

Neville er í vandræðum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×