Pepsi-deildin verður nafn efstu deildanna í fótbolta næstu þrjú ár til viðbótar 29. febrúar 2016 14:15 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Ásgeir Ásgeirsson, formaður Toppfótbolta, skála í Pepsi eftir undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna í fótbolta munu áfram bera heitið Pepsi-deildin, en 365 ehf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hafa samið um áframhaldandi nafnarétt til næstu þriggja ára. Efsta deild Íslandsmótsins í fótbolta hefur heitið Pepsi-deildin síðan 2009 eða undanfarin sjö tímabil. Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi. Það er ekki bara á Íslandi sem að PepsiCo. hefur beina aðkomu að fótbolta en á síðasta ári gerði Pepsico styrktarsamning við UEFA um meistaradeild Evrópu. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr.vísir/andri marinóFarsælt samstarf Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðast liðin 7 ár hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn að þá hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í áratug. Það er því heil kynslóð upprennandi fótboltamanna sem þekkir ekkert annað en að þeir bestu spila í Pepsi,“ segir Andri. „Þetta ár er auðvitað stórmerkilegt í fótboltasögunni og það er alveg ljóst að áhugi almennings á fótbolta mun ná nýjum hæðum árið 2016. Það er því auðvitað stórkostlegt að framlengja samninginn á þessu merkilega fótboltaári.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn. „Ölgerðin hefur átt farsælt og gott samstarf við KSÍ og félögin í Pepsi-deildum karla og kvenna síðan 2009 og þessi samningur mun enn frekar styrkja það samstarf.“vísir/ernirAldrei fleiri leikir í beinni Umfjöllun um Pepsi-deildirnar verður aukin til muna, en stórar beinar útsendingar í Pepsi-deild karla verða 50 talsins og þá verða einnig um 20 „minni“ beinar útsendingar frá leikjum í deildinni. Hörður Magnússon og sérfræðingar hans munu áfram leiða umræðuna um Pepsi-deild karla í Pepsi-mörkunum sem verða á dagskrá eftir hverja umferð. Pepsi-mörkin hafa verið á dagskrá síðan 2008 og eru að hefja sitt níunda keppnisár. Umfjöllunin verður svo öflugri en nokkru sinni fyrr jafnt á Vísi, Fréttablaðinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýr samstarfssamningur á milli 365 og Ölgerðarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ í dag, en fyrir ári síðan keypti 365 réttinn af íslenskri knattspyrnu til sex ára.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira