Sigursteinn Másson: Ákvörðun Hvals hf að veiða ekki stórhvali í sumar mun stórbæta ímynd íslands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:08 "Þetta eru mjög góðar fréttir," segir Sigursteinn Másson. Vísir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24