Sjáðu kraftmikil leikhlé Teits: „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 13:30 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, stýrði liðinu gegn Haukum í stað Friðriks Inga Rúnarssonar þegar það tapaði, 85-79, gegn sjóðheitu liði Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Friðrik Ingi var frá vegna veikinda. Njarðvíkingar eiga erfitt uppdráttar þessa dagana enda tveir lang bestu leikmenn liðsins; Haukur Helgi Pálsson og Logi Gunnarsson, frá vegna meiðsla. Haukarnir náðu mest 24 stiga forskoti í seinni hálfleik en þegar munurinn var fimmtán stig, 75-60, tók Teitur Örlygsson leikhlé sem vakti mikla athygli. „Þetta er ekki spurning um að vinna eða tapa. Þetta er spurning um hvernig við ætlum að vinna og hvernig við ætlum að tapa. Við ætlum að bera þetta inn í úrslitakeppnina. Munið að við eigum bara eftir að styrkjast. Við verðum bara betri og betri og betri,“ sagði Teitur við sína menn. Ljónin tóku herforingjann sinn á orðinu og sóttu hart að Haukum næstu mínútur. Þegar Njarðvík minnkaði muninn í níu stig, 79-70, tóku Haukar leikhlé og þá sagði Teitur meðal annars við sína menn: „Munið hvað ég sagði: Mér er skítsama hvort við vinnum eða töpum þessum leik. Þetta er það sem ég vill sjá. Þetta er það sem við ætlum að gera næstu vikur, strákar. Gerum þetta að vana.“ Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær voru eðlilega heillaðir af þessum leikhléum og hvernig Teitur virkjaði unga leikmenn Njarðvíkur til að gefa frábæru liði Hauka alvöru leik. „Það er eitt sem grípur mig strax og er ólíkt öðrum íslenskum leikhléum. Það er þögn í kringum hann. Það eru allir að hlusta á hvað Teitur Örlygsson er að segja,“ sagði Kjartan Atli sem lék á sínum ferli sem leikmaður undir stjórn Teits hjá Stjörnuni. „Þú ert með leikmann sem hefur orðið tíu sinnum Íslandsmeistari. Þetta er algjör sigurvegari. Það er eins gott að mennirnir á bekknum hlusti,“ sagði Fannar Ólafsson. „Teitur er fremstur íslenskra þjálfara í leik (e. in game coach). Hann kann að hvetja lið áfram á erfiðum og auðveldum stundum.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00 Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Framlenging: "Þvílík djöfulsins meðalmennska hjá ÍR“ Jón Halldór Eðvaldsson lét Breiðhyltinga heyra það í Dominos-Körfuboltakvöldi í gær. 8. mars 2016 12:00
Pabbi Gunnars Nelson skammaði litblindan Fannar Ólafsson Eins og alltaf fór Fannar Ólafsson yfir mistök síðustu umferða í Dominos-deild karla en það var líka skotið á hann í beinni á Twitter. 8. mars 2016 14:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum