Ótrúlegt en satt | Sjötta tap Golden State kom á móti Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 22:59 Stephen Curry var ískaldur í kvöld. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors töpuðu afar óvænt á móti Los Angeles Lakers í Staples Center í kvöld en Lakers er eitt lélegasta lið NBA-deildarinnar í vetur. Golden State var búið að vinna 55 af 60 fyrstu leikjum sínum en Lakers hafði aðeins unnið samtals tólf leiki allt tímabilið. Það munaði 43 sigurleikjum á liðunum fyrir leikinn. Samkvæmt tölfræðinni þá eru þetta óvæntustu úrslit NBA-sögunnar því aldrei hefur lið unnið leik í NBA þegar það hefur verið með svona miklu lægra sigurhlutfall. Los Angeles Lakers vann leikinn á endanum með 17 stiga mun, 112-95, en Lakers-menn unnu fjórða leikhlutann 28-22. Leikmenn Golden State náðu sér aldrei á strik í þessum leik en liðið hitti aðeins úr 4 af 30 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir aðeins 13,3 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Golden State Warriors liðið hefur haldið frábærri einbeitingu í allan vetur en liðið mætti aldrei í leikinn í dag sem sést vel á lélegri hittni og mikið af töpuðum boltum. Stephen Curry hefur verið sjóðheitur í undanförnum leikjum en hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Curry var samt stigahæstur hjá Golden State með 18 stig en Klay Thompson skoraði 15 stig. Bakvarðarpar Los Angeles Lakers, Jordan Clarkson (25 stig) og D'Angelo Russell (21 sitg) hittu úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og brasilíski varaleikstjórnandinn Marcelo Huertas var með 10 stig og 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lét sér nægja að skora 12 stig á 24 mínútum í leiknum en Lakers vann með 16 stigum þegar hann var inná vellinum. Þetta var síðasti leikur Kobe á móti Golden State á ferlinum. Golden State Warriors spilar næst á móti Orlando Magic annað kvöld og þar getur liðið sett nýtt met yfir flesta heimasigra í röð með því að vinna 45. leikinn í Oakland.Kobe Bryant í baráttunni við Stephen Curry í leiknum.Vísir/Getty NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors töpuðu afar óvænt á móti Los Angeles Lakers í Staples Center í kvöld en Lakers er eitt lélegasta lið NBA-deildarinnar í vetur. Golden State var búið að vinna 55 af 60 fyrstu leikjum sínum en Lakers hafði aðeins unnið samtals tólf leiki allt tímabilið. Það munaði 43 sigurleikjum á liðunum fyrir leikinn. Samkvæmt tölfræðinni þá eru þetta óvæntustu úrslit NBA-sögunnar því aldrei hefur lið unnið leik í NBA þegar það hefur verið með svona miklu lægra sigurhlutfall. Los Angeles Lakers vann leikinn á endanum með 17 stiga mun, 112-95, en Lakers-menn unnu fjórða leikhlutann 28-22. Leikmenn Golden State náðu sér aldrei á strik í þessum leik en liðið hitti aðeins úr 4 af 30 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir aðeins 13,3 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Golden State Warriors liðið hefur haldið frábærri einbeitingu í allan vetur en liðið mætti aldrei í leikinn í dag sem sést vel á lélegri hittni og mikið af töpuðum boltum. Stephen Curry hefur verið sjóðheitur í undanförnum leikjum en hann klikkaði á 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Curry var samt stigahæstur hjá Golden State með 18 stig en Klay Thompson skoraði 15 stig. Bakvarðarpar Los Angeles Lakers, Jordan Clarkson (25 stig) og D'Angelo Russell (21 sitg) hittu úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og brasilíski varaleikstjórnandinn Marcelo Huertas var með 10 stig og 9 stoðsendingar. Kobe Bryant lét sér nægja að skora 12 stig á 24 mínútum í leiknum en Lakers vann með 16 stigum þegar hann var inná vellinum. Þetta var síðasti leikur Kobe á móti Golden State á ferlinum. Golden State Warriors spilar næst á móti Orlando Magic annað kvöld og þar getur liðið sett nýtt met yfir flesta heimasigra í röð með því að vinna 45. leikinn í Oakland.Kobe Bryant í baráttunni við Stephen Curry í leiknum.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira