Von á lægðum á færibandi í vikunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2016 20:40 Veður verður einna verst á fimmtudaginn. Mynd/Vilhelm Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu. Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu.
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira