Börn á flótta í hættu við lokuð landamæri í Evrópu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Myndin var tekin á mánudag nærri Gevgelija. Lögregla beitti táragasi gegn flóttafólki á leið frá Grikklandi. Þúsundir barna eru í hópnum. VÍSIR/EPA Þúsundir barna eru föst við landamæri á Balkanskaganum, nánar tiltekið í grennd við Makedóníu og Grikkland, að því er UNICEF greinir frá. Samtökin vara við því að eftir því sem landamæri eru lokaðri, því meiri hætta sé á því að mansalar misnoti varnarleysi barna á flótta. Þá verði að tryggja öruggt umhverfi og koma fylgdarlausum börnum fyrir í tímabundið fóstur eða áþekk úrræði. Nú séu börn tilneydd að sofa undir berum himni, þau hafi ekki aðgang að baðvatni og mat eða nauðsynlegri þjónustu. Öruggt umhverfi, þar sem fylgdarlausum börnum er komið fyrir í tímabundið fóstur eða önnur slík úrræði á meðan unnið er úr beiðnum þeirra um hæli, sé ekki tryggt. „Ég sé börn yngri en fimm ára föst á milli staða, þau komast ekki áfram og geta ekki farið til baka. Þau þurfa skjól og hvíld og að vita hvað er framundan,“ segir Jesper Jensen aðgerðastjóri UNICEF í Gevgelija. UNICEF minnir á ákall sitt um að Evrópa setji þegar í stað í gagnið áætlun fyrir fylgdarlaus og týnd börn, áætlun sem þarf að ná til fjölskyldusameiningar, móttöku og flutninga kvótaflóttamanna, og hvað annað sem þarf til að vernda börn og tryggja að þau verði ekki fórnarlömb smyglara og mansals. Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þúsundir barna eru föst við landamæri á Balkanskaganum, nánar tiltekið í grennd við Makedóníu og Grikkland, að því er UNICEF greinir frá. Samtökin vara við því að eftir því sem landamæri eru lokaðri, því meiri hætta sé á því að mansalar misnoti varnarleysi barna á flótta. Þá verði að tryggja öruggt umhverfi og koma fylgdarlausum börnum fyrir í tímabundið fóstur eða áþekk úrræði. Nú séu börn tilneydd að sofa undir berum himni, þau hafi ekki aðgang að baðvatni og mat eða nauðsynlegri þjónustu. Öruggt umhverfi, þar sem fylgdarlausum börnum er komið fyrir í tímabundið fóstur eða önnur slík úrræði á meðan unnið er úr beiðnum þeirra um hæli, sé ekki tryggt. „Ég sé börn yngri en fimm ára föst á milli staða, þau komast ekki áfram og geta ekki farið til baka. Þau þurfa skjól og hvíld og að vita hvað er framundan,“ segir Jesper Jensen aðgerðastjóri UNICEF í Gevgelija. UNICEF minnir á ákall sitt um að Evrópa setji þegar í stað í gagnið áætlun fyrir fylgdarlaus og týnd börn, áætlun sem þarf að ná til fjölskyldusameiningar, móttöku og flutninga kvótaflóttamanna, og hvað annað sem þarf til að vernda börn og tryggja að þau verði ekki fórnarlömb smyglara og mansals.
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira