Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2016 14:54 Ásmundur veigrar sér ekki við að vekja máls á viðkvæmu máli, jafnvel þó það kosti að fjölmiðlar og "góða fólkið" rífi hann á hol. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þurfi mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. Þetta sagði hann í umræðu sem er undir dagskrárliðinum „Störf þingsins“ nú áðan. Ásmundur benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu væri stórkostlegt vandamál og Svíar sem og Danir hafi þurft að grípa til þess að takmarka komu flóttafólks yfir sín landamæri. „Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika?“ spurði þingmaðurinn. Og hélt svo áfram: „Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima. Ásmundur sagðist ekki vera slíkur maður að veigra sér við að taka erfiða umræðu. „Maður er rifinn í sig af góða fólkinu og fjölmiðlum ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum.“Tilefni orða þingmannsins eru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sótti maðurinn um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur umsókn hans þegar verið afgreitt. Málsmeðferðin tók sex vikur en stofnunin neitar að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið. Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þurfi mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins. Þetta sagði hann í umræðu sem er undir dagskrárliðinum „Störf þingsins“ nú áðan. Ásmundur benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu væri stórkostlegt vandamál og Svíar sem og Danir hafi þurft að grípa til þess að takmarka komu flóttafólks yfir sín landamæri. „Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika?“ spurði þingmaðurinn. Og hélt svo áfram: „Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima. Ásmundur sagðist ekki vera slíkur maður að veigra sér við að taka erfiða umræðu. „Maður er rifinn í sig af góða fólkinu og fjölmiðlum ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum.“Tilefni orða þingmannsins eru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sótti maðurinn um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur umsókn hans þegar verið afgreitt. Málsmeðferðin tók sex vikur en stofnunin neitar að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið.
Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira