Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Ásgeir Erlendsson skrifar 19. mars 2016 18:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Hann segir að málið hafi rýrt traust á milli stjórnarflokkanna. Áhöld eru um hvort forsætisráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. Eftir að Anna Sigurlaug Pálssdóttir, eiginkona forsætisráðherra, upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir svo vera. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá því að þau Sigmundur hefðu átt félagið Wintris til helminga. Um mistök í skráningu hafi verið að ræða af hálfu erlends viðskiptabanka hennar sem hafi verið leiðrétt á árinu 2009. „Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð. Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“ Vilhjálmur segir málið rýra traust milli stjórnarflokkanna. „Þetta eru mikil vonbrigði.“ Málið hefur vakið mikla umræðu og því hefur verið haldið fram að það sé prófsteinn á stjórnmálamenninguna á Íslandi eftir hrun. Enginn vissi um þessi hagsmunatengsl, hvorki flokksmenn Sigmundar né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. „Þetta eru ekki bara hagsmunir þessarar konu. Þetta eru hagsmunir þeirra beggja.“ Segir Vilhjálmur. Fram kemur í siðareglum ráðherra frá 2011 að ráðherra forðist hagsmunaárekstra og gæti þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín og að ráðherra upplýsi um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði í þættinum Vikulokunum á RÚV í morgun að það væri „formlega rétt“ að Sigmundur hefði brotið siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um að félag í eigu eiginkonu sinnar ætti kröfur í slitabú föllnu bankanna. Frosti sagði hins vegar að það sem skipti máli væri að Sigmundur hefði ekki látið málið hafa áhrif á störf sín. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar á félagi á Jómfrúreyjum sem lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Hann segir að málið hafi rýrt traust á milli stjórnarflokkanna. Áhöld eru um hvort forsætisráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. Eftir að Anna Sigurlaug Pálssdóttir, eiginkona forsætisráðherra, upplýsti á Facebook að hún væri eigandi félagsins Wintris á Bresku-Jómfrúreyjum sem hefði lýst 523 milljóna króna kröfu í slitabú föllnu bankana hefur umræðan meðal annars snúist um hvort forsætisráðherra hafi átt hagsmuna að gæta þegar stjórnvöld leystu úr málefnum slitabúanna. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir svo vera. Anna Sigurlaug greindi sjálf frá því að þau Sigmundur hefðu átt félagið Wintris til helminga. Um mistök í skráningu hafi verið að ræða af hálfu erlends viðskiptabanka hennar sem hafi verið leiðrétt á árinu 2009. „Samkvæmt mínum upplýsingum þá á hann þessar eignir sem um er að ræða á þessum tíma sem þær verða verðlausar. Hann skráir sig frá þessu árið 2009 samkvæmt mínum upplýsingum. Svo er það þannig að hjónabandið er nú sameignarfélag með sameiginlegri ábyrgð. Skráning eigna er nú nánast aukaatriði í þessu máli. Nú er ég ekki að segja það að niðurstaða uppgjörs á svokölluðum þrotabúum bankanna hefði orðið eitthvað öðruvísi. Það er hins vegar við þær aðstæður sem við búum við í landinu í dag þá vantar traust. Menn vilja að hagsmunir komi fram“ Vilhjálmur segir málið rýra traust milli stjórnarflokkanna. „Þetta eru mikil vonbrigði.“ Málið hefur vakið mikla umræðu og því hefur verið haldið fram að það sé prófsteinn á stjórnmálamenninguna á Íslandi eftir hrun. Enginn vissi um þessi hagsmunatengsl, hvorki flokksmenn Sigmundar né samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn. „Þetta eru ekki bara hagsmunir þessarar konu. Þetta eru hagsmunir þeirra beggja.“ Segir Vilhjálmur. Fram kemur í siðareglum ráðherra frá 2011 að ráðherra forðist hagsmunaárekstra og gæti þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín og að ráðherra upplýsi um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði í þættinum Vikulokunum á RÚV í morgun að það væri „formlega rétt“ að Sigmundur hefði brotið siðareglur ráðherra með því að upplýsa ekki um að félag í eigu eiginkonu sinnar ætti kröfur í slitabú föllnu bankanna. Frosti sagði hins vegar að það sem skipti máli væri að Sigmundur hefði ekki látið málið hafa áhrif á störf sín.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48