Thank you, goodbye Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans voru yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afnám hafta síðar á árinu. Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008, sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunnar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins. Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur geta aflétt fjármagnshöftunum. Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu. Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu. Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í útlöndum. Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi þrýstingi á gjaldmiðilinn. Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamannastrauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til muna. Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðlabankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahagsmálum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fiskveiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var. Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að forsætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúkdómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu. Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum „Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagnvart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið: „Thank you, goodbye and well done.“Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun