Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2016 16:25 Vísir/Pjetur Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Þeim Íslendingum fjölgar sem telja álag ferðamanna á íslenska náttúru vera of mikið. Þetta kemur fram í könnum sem MMR framkvæmdi fyrir Ferðamálastofu í janúar síðastliðnum. Af þeim sem tóku afstöðu telja tæp 76 prósent álagið vera of mikið, samanborið við 66,3 prósent í fyrra. Um 62% voru á því í ár að ferðamenn hefðu aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru, ívið hærra hlutfall en í könnuninni árið 2015, en lægra hlutfall en í könnuninni 2014. Eins virðist þeim fara fækkandi sem telja að ferðamenn auki áhuga Íslendinga á eigin menningu. Um 56% svarenda voru á því að ferðaþjónusta hefði skapað eftirsóknarverð störf í heimabyggð í ár, jafn hátt hlutfall og í könnuninni árið 2015 en ívið færri en í könnun meðal Íslendinga árið 2014. Álíka margir eru hins vegar á því í ár eða ríflega 40% að ferðaþjónusta hafi leitt til fjölbreyttari þjónustu sem svarendur hafi nýtt sér og í fyrri könnunum. Einni fullyrðingu var bætt við að þessu sinni en þar var spurt um það hvort ferðaþjónustutengd afþreying væri aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og voru 58,4% svarenda sammála því. Nærri tveir af hverjum þremur sem ferðuðust innanlands árið 2015 heimsóttu Suðurland og þar á eftir kom Norðurland en 52,3 prósent fóru þangað. Um 71% aðspurðra fór í utanlandsferð á árinu en hlutfallið hefur ekki mælst svo hátt í könnunum Ferðamálastofu síðastliðin sjö ár. Farnar voru að jafnaði 2,2 ferðir, aðeins færri en árið 2014 þegar farnar voru 2,4 utanlandsferðir. Gist var 17,5 nætur í útlöndum að jafnaði árið 2015, álíka margar og árið 2014. Ekki voru teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög utan voru eins og niðurstöður fyrri kannana hafa sýnt að stærstu hluta bundin við Evrópu. Um 34% ferðuðust til Spánar eða Portúgals, 26,9% til Bretlands eða Írlands, 23,1% til Danmerkur, 22,3% til Bandaríkjanna eða Kanada, 18,6% til Þýskalands, 13,9% til Svíþjóðar og 12,0% til Noregs. Flestir fóru í borgarferð eða 43% aðspurðra, 36% heimsótti vini og ættingja, 33,6% fór í sólarlandaferð og 24,3% í vinnutengda ferð. Sjá má frekari niðurstöður á vef Ferðamálastofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira