Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Mynd/Google Maps „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
„Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira