Umferðarslys á Íslandi 2015: Aldrei jafn margir erlendir ferðamenn látist Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:11 Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð. Vísir/Valli Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sextán einstaklingar létust í jafnmörgum slysum á síðasta ári, tólf karlar og fjórar konur. Af þessum sextán voru sjö erlendir einstaklingar og þar af fimm erlendir ferðamenn. Aldrei hafa jafn margir erlendir ferðamenn látist í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi á síðasta ári. Í skýrslunni segir að enginn hafi látist af völdum ölvunar eða fíkniefna annað árið í röð en fram til ársins 2014 hafði það aldrei gerst svo langt aftur sem gögn Samgöngustofu ná. „Þrír létust innanbæjar í Reykjavík en hinir þrettán létust utan þéttbýlis. Einn hjólreiðamaður lét lífið en það var fyrsti hjólreiðamaðurinn sem lætur lífið í umferðinni á Íslandi síðan árið 1997. Tólf þeirra sem létu lífið voru í fólksbifreið, einn var á bifhjóli, einn var á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.“Verstu vegakaflarnir Þegar litið er til verstu vegkafla landsins, það er þar sem flest slys verða á hvern kílómetra síðustu fimm ár er ljóst að vegkaflinn á Hringveginum frá Þrengslavegi norður að sýslumörkum verið sá allra versti síðustu ár. Vegabætur síðustu ár hafi þó bætt veginn til muna. „Er hann nú kominn í fjórða sæti þegar horft til slysa og óhappa (án meiðsla) en hann er dottinn út af topp tuttugu listanum þegar litið er til slysa með meiðslum. Verstu kaflarnir er varðar slys og óhöpp eru stuttu kaflarnir sitt hvorum megin við Hvalfjarðargöngin ásamt veginum fyrir Pollinn á Akureyri. Verstu kaflarnir er varðar slys með meiðsl um eru Reykjanesbrautin frá Vatnsleysustrandarvegi að Grindarvíkurvegi sem og vegurinn yfir Hellisheiði. Verstu gatnamót landsins sl. fimm ár eru öll á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til slysa með meiðslum eru verstu gatnamótin Miklabraut / Háaleitisbraut og þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur og Bústaðavegur /Reykjanesbraut. Ef skoðuð eru slys og óhöpp, með og án meiðsla, eru verstu gatnamótin Miklabraut / Kringlumýrarbraut en þar á eftir koma Miklabraut / Grensásvegur, Miklabraut / Háaleitisbraut og Hringbraut / Njarðargata. Á lista yfir slæm gatnamót er varðar slys með meiðslum koma nokkur ný gatnamót inn og önnur detta út samanborið við árið 2014. Ný á lista koma gatnamót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar en í staðinn detta út gatnamót Hverfisgötu og Lækjargötu sem og gatnamót Gullinbrúar og Stórhöfða.Selfyssingar lenda í langflestum slysum Íbúar Suðurnesja lenda í flestum slysum m.v. íbúafjölda, hvort sem litið er til ársins 2015 eða síðustu fimm ára. Þegar þéttbýlisstaðir eru skoðaðir árið 2015 lenda hins vegar Selfyssingar í langflestum slysum og þar á eftir Ísfirðingar. Síðustu fimm árin lenda íbúar Akureyrar, Ísafjarðar, Selfoss og Reykjanesbæjar í flestum slysum m.v. höfðatölu. Íbúar Vestmannaeyja og Egilsstaða lenda í færri slysum en íbúar annarra stórra kaupstaða á landinu,“ segir í skýrslunni. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef Samgöngustofu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira