Sveitarstjórn Ölfuss hefur ákveðið í framhaldi af mikilli aukningu á útleigu á húsnæði til ferðamanna að leggja fasteignaskatt á umræddar eignir í samræmi við ákvæði laga.
„Er það ekki síst réttætismál gagnvart öðrum sem stunda ferðaþjónustu og greiða af henni lögboðna skatta og skyldur,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem kveður mörg önnur sveitarfélög vinna að því sama. Með þessu myndu fasteignagjöld á viðkomandi húsnæði hækka um 164 prósent, fara úr 0,5 prósentum af fasteignamati í allt 1,32 prósent. Samhliða á að efla eftirlit með þessum eignum.
