„Maður setur sig undir pressu og er þá passlega stressaður,“ sagði Hulda Gústafsdóttir afreksknapi eftir forkeppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi.
Hún segist gera miklar kröfur til sjálfs síns og hestsins, en fimmgangur er tæknileg og flókin keppnisgrein, ekkert má fara úrskeiðis vilji keppandi ná toppárangri.
Hulda var jöfn Árna Birni Pálssyni eftir forkeppnina með 7.10 í einkunn, en hún sat hestinn Birki frá Vatni. Í A-úrslitum gerði Árni Björn harða atlögu að helstu keppinautum sínum, Huldu þar á meðal, og fór svo að hún hafnaði í þriðja sæti en Árni Björn tók gullið eftir spennandi keppni.
Sjá má brot frá fimmgangskeppninni í meðfylgjandi myndbandi.
Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi:
1. Árni Björn Pálsson - Oddur frá Breiðholti í Flóa - 7.26
2. Daníel Jónsson - Þór frá Votumýri 2 - 7.21
3. Hulda Gústafsdóttir - Birkir frá Vatni - 7.10
4. Ísólfur Líndal Þórisson - Sólbjartur frá Flekkudal- 7.00
5. Sigurður Vignir Matthíasson - Gormur frá Efri-Þverá - 6.64
6. Hinrik Bragason - Hervar frá Hamarsey - 6.62
Frekari niðurstöður er að finna á meistaradeild.is
