Lakers niðurlægðir af Utah | Stærsta tap í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2016 08:37 Bryant skaut eintómum púðurskotum í sínum síðasta leik í Utah. vísir/afp Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í Utah í nótt þegar heimamenn rústuðu Los Angeles Lakers, 123-75, í NBA-deildinni körfubolta. Þetta var ekki aðeins stærsta tap Lakers á tímabilinu heldur einnig jöfnun á stærsta tapi í 69 ára sögu félagsins. Lakers tapaði einnig með 48 stigum fyrir nágrönnunum í Clippers 6. mars 2014. Lokatölur í þeim leik 142-94, Clippers í vil. Bryant, sem leggur skóna á hilluna að tímabilinu loknu, tók ekki þátt í leiknum fyrir tveimur árum vegna meiðsla en tapið í nótt var það stærsta sem hann hefur mátt þola á 20 ára ferli sínum í NBA. Bryant fann sig ekki í leiknum í nótt, frekar en aðrir leikmenn Lakers. Bryant skoraði aðeins fimm stig og klúðraði 10 af 11 skotum sínum utan af velli. Lakers hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og einungis unnið 15 af 74 leikjum sínum, sem gerir 20,3% sigurhlutfall. Aðeins Philadelphia er með verri árangur en 76ers hefur aðeins unnið níu leiki í vetur. Utah jafnaði hins vegar metið yfir stærsta sigur í sögu félagsins í nótt en liðið hefur unnið 37 leiki á tímabilinu og er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.Lakers equal their largest margin of defeat in franchise history with a 48 point loss.The Jazz also match largest win in franchise history— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 29, 2016 NBA Tengdar fréttir Enn ein þrennan hjá Westbrook í áttunda sigri Oklahoma í röð | Myndbönd Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. mars 2016 07:13 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í Utah í nótt þegar heimamenn rústuðu Los Angeles Lakers, 123-75, í NBA-deildinni körfubolta. Þetta var ekki aðeins stærsta tap Lakers á tímabilinu heldur einnig jöfnun á stærsta tapi í 69 ára sögu félagsins. Lakers tapaði einnig með 48 stigum fyrir nágrönnunum í Clippers 6. mars 2014. Lokatölur í þeim leik 142-94, Clippers í vil. Bryant, sem leggur skóna á hilluna að tímabilinu loknu, tók ekki þátt í leiknum fyrir tveimur árum vegna meiðsla en tapið í nótt var það stærsta sem hann hefur mátt þola á 20 ára ferli sínum í NBA. Bryant fann sig ekki í leiknum í nótt, frekar en aðrir leikmenn Lakers. Bryant skoraði aðeins fimm stig og klúðraði 10 af 11 skotum sínum utan af velli. Lakers hefur átt mjög erfitt uppdráttar í vetur og einungis unnið 15 af 74 leikjum sínum, sem gerir 20,3% sigurhlutfall. Aðeins Philadelphia er með verri árangur en 76ers hefur aðeins unnið níu leiki í vetur. Utah jafnaði hins vegar metið yfir stærsta sigur í sögu félagsins í nótt en liðið hefur unnið 37 leiki á tímabilinu og er í 7. sæti Vesturdeildarinnar.Lakers equal their largest margin of defeat in franchise history with a 48 point loss.The Jazz also match largest win in franchise history— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 29, 2016
NBA Tengdar fréttir Enn ein þrennan hjá Westbrook í áttunda sigri Oklahoma í röð | Myndbönd Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. mars 2016 07:13 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Enn ein þrennan hjá Westbrook í áttunda sigri Oklahoma í röð | Myndbönd Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. mars 2016 07:13