Lebron James dreymir um ofurlið í NBA með öllum vinum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 15:30 LeBron James, Dwyane Wade og Carmelo Anthony unnu gull saman á ÓL í Peking 2008 og hér fagna þeir því með Kobe Bryant. Vísir/Getty NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
NBA-stórstjarnan LeBron James hefur það þegar á ferilsskrá sinni að setja saman súperlið í Miami Heat þegar hann, Dwayne Wade og Chris Bosh fundu leið til að spila saman í á suðurströnd Flórída en hann dreymir nú um annað ofurlið. LeBron James snéri aftur heim til Cleveland Cavaliers sumarið 2014, Cleveland-liðið fór í lokaúrslitin í fyrra og er núna með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það breytir ekki því að kappinn dreymir núna um að setja saman ofurlið. ESPN segir frá. Nú vill hann fá tækifæri til að spila með öllum bestu vinum sínum í NBA-deildinni eða þeim Carmelo Anthony, Chris Paul og Dwyane Wade. Þeir Wade og James hafa orðið NBA-meistarar en Anthony og Paul hafa aldrei verið nálægt því að vinna titilinn eftirsótta. „Ég vona það virkilega að við getum allir spilað saman áður en ferillinn okkar er á enda. Í það minnsta eitt tímabil en kannski tvö tímabil. Ég vona að ég, Melo, D-Wade og CP fáum tækifæri til að ná einu eða tveimur tímabilum saman," sagði LeBron James í viðtali um samband hans og Carmelo Anthony í Bleacher Report. „Ég myndi ekki hika við að taka á mig launalækkun til þess að gæti orðið að veruleika," bætti James við. Hann hefur einnig sagt frá því að vinirnir hafi rætt þennan möguleika. James, Anthony og Wade voru allir í nýliðavalinu 2003. James var valinn fyrstur, Anthony númer þrjú og Wade númer fimm. Paul var valinn fjórði í 2005-nýliðavalinu. Þeir hafa allir fjórir spilað saman því þeir unnu gullið saman með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þeir hafa líka spilað saman í Stjörnuleiknum. LeBron James og Dwayne Wade unnu tvo NBA-titla saman með Miami Heat en Wade hafði einnig unnið einn NBA-titil með Miami Heat áður en LeBron kom. Wade hefur spilað allan sinn feril með Miami Heat en allir hinir hafa skipt um lið á ferlinum."It would definitely be cool if it happened."LeBron on teaming up with D-Wade, Melo & CP3: https://t.co/91jwbkrUdY pic.twitter.com/tFmy52fBhM— ESPN (@espn) March 24, 2016
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira