NBA: James stigalaus í fjórða leikhluta og leikur Cleveland hrundi | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 10:00 LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar. NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers sýndu enn á ný veikleikamerki í tapi á móti Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Russell Westbrook fékk ekki að spila í lokaleikhlutanum og náði því ekki þrennu í fjórða leiknum í röð. Þetta var gott kvöld fyrir New York liðin því Knicks vann líka sinn leik og einnig nýliðann Myles Turner hjá Indiana sem hélt upp á tvítugsafmælið sitt með stórleik.Brook Lopez skoraði 22 stig og þar á meðal fimm síðustu stigin þegar Brooklyn Nets vann 104-95 sigur á Cleveland Cavaliers. Miðherjinn var einnig með 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Shane Larkin kom aftur inn í byrjunarliðið og var með 16 stig og 7 stoðsendingar. LeBron James var kominn með 30 stig eftir þrjá leikhluta þar sem hann hitti úr 13 af fyrstu 14 skotum sínum. James klikkaði aftur á móti á báðum skotum sínum í fjórða leikhlutanum og var þá stigalaus. Brooklyn-liðið vann leikhlutann 24-12 og þar með leikinn með níu stigum. Leikur Cleveland Cavaliers hrundi algjörlega í lokin þegar náði 14-0 spretti á síðustu sex mínútunum og tryggði sér sigurinn. Cavaliers-liðið var fyrir leikinn búið að vinna 32 fleiri leiki en Brooklyn á tímabilinu. Kyrie Irving (13 stig) og Kevin Love (11 stig og 12 fráköst) voru næstir James í stigaskorun en þeir þurftu 36 skot til þess að skora þessi 24 stig sín og voru saman 1 af 13 fyrir utan þriggja stiga línuna.Kevin Durant var með 20 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 113-91 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var sjötti sigur Oklahoma City í röð. Russell Westbrook átti möguleika á að ná þrennu í fjórða leiknum í röð en fékk ekkert að spila í fjórða leikhluta þegar Thunder-liðið var komið með örugga forystu. Westbrook var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst í fyrstu þremur leikhlutanum og því kominn í færi við enn eina þrennuna.Carmelo Anthony skoraði 26 stig og nýliðinn Kristaps Porzingis var með 19 stig þegar New York Knicks vann 106-94 sigur á Chicago Bulls en Knicks vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Derrick Rose skoraði 30 stig fyrir Chicago sem er nú í hættu á að komast ekki í úrslitakeppnina.Myles Turner var með 24 stig og 16 fráköst á tuttugu ára afmælisdeginum sínum þegar lið hans Indiana Pacers vann 92-84 heimasigur á New Orleans Pelicans. Þetta var annar sigur Indiana í röð en liðið missti Paul George af velli meiddan í þriðja leikhlutanum. J.J. Redick skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Los Angeles Clippers vann 96-94 sigur á Portland Trail Blazers. Clippers átti innskast 1,1 sekúndu fyrir leikslok, Chris Paul fann Redick sem náði að skora rétt inann þriggja stiga línuna. Chris Paul og Jamal Crawford voru stigahæstir hjá Clippers-liðinu með 25 stig hvor en bætti við 12 stigum og 13 fráköstum. Damian Lillard var með 18 stig fyrir Portland sem hefur verið að gefa eftir að undanförnu en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum. Lillard var einnig með átta stoðsendingar en hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 92-84 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 104-95 New York Knicks - Chicago Bulls 106-94 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 113-91 Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 96-94Staðan í NBA-deildinni eftir leiki næturinnar.
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn