Sjúkraliðar bíða fram yfir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Hefð er fyrir því að slá upp vöfflukaffi þegar skrifað er undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Tilefni gafst til slíkra veitinga á aðfararnótt mánudags þegar félög BHM sömdu við sveitarfélög landsins. vísir/Anton „Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
„Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00